mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin harka í garð sjómanna

6. júní 2015 kl. 14:20

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands.

Þáttaskil urðu með frjálsa framsalinu, segir formaður Sjómannasambands Íslands.

Í sjómannadagsblaði Fiskifrétta er viðtal við Valmund Valmundsson formann Sjómannasambands Íslands. Þar segir Valmundur m.a. að í kjölfar harðra deilna um þvingaða þátttöku sjómanna í kvótakaupum og síðar lagasetningar um bann við slíku hafi byrjað harka í garð sjómanna sem gæti víða í dag. 

„Þá var farið að segja við sjómenn að hafa sig hæga, annars fengju þeir bara sparkið,“ segir Valmundur. „Það hefur alltaf viðgengist á sjónum, þegar er eftirspurn eftir sjómönnum, að reynt sé að þagga niður í mönnum, en á þessum tíma var það ekki algengt, þannig að sjómenn gátu rifið kjaft og gerðu það óspart, annað hvort sjálfir eða í gegnum okkur sem vorum í forustu fyrir sjómannafélögin. Í dag er ástandið hins vegar fjarri því að vera nógu gott. Ég vil að sjálfsögðu snúa þessu við, því það gengur einfaldlega ekki að menn geti ekki sagt skoðanir sínar á vinnubrögðum vinnuveitanda síns eða greinarinnar í heild án þess að eiga það á hættu að fá ofanígjöf eða verða reknir. [...] Auðvitað er skiljanlegt að menn séu hræddir við að missa gott pláss og skerða afkomuna, en við verðum að standa saman um að láta ekki kúga okkur til hlýðni við þessa vitleysu, annars ganga menn bara áfram á lagið.“

Sjá nánar viðtal við Valmund í sjómannadagsblaði Fiskifrétta.