þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin línuívilnun og frjálsar makrílveiðar

22. október 2013 kl. 08:42

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda 2013

Fjöldi ályktana samþykktur á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda

Fjöldi ályktana var samþykktur á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var fyrir helgi. Fundurinn krefst þess meðal annars að aflaheimildir til línuívilnunar verði auknar og þær gildi um alla dagróðrabáta. 

Einnig er þess krafist að færaveiðar á makríl verði gefnar frjálsar, lagt er til að afnumið verði hámark á heildarafla til strandveiða, kvótasetningu á blálöngu er mótmælt, skorað er á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir í þorski og ýsu auk þess að gefa færaveiðar á ufsa frjálsar, þorskkvótinn verði til dæmis aukinn nú þegar í 250 þúsund tonn, lagt er til að veiðidagar á grásleppuvertíð 2014 verði 50 og fjöldi neta 120 (löng net). Sjá nánar ályktanir aðalfundar LS HÉR.