þriðjudagur, 18. maí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin sala lægra verð

12. maí 2016 kl. 09:00

Löndun á Stöðvarfirði

Alls seldust tæp 40 þúsund tonn á fiskmörkuðunum á fyrstu fjórum mánuðum ársins

Töluverð aukning varð í sölu á fiskmörkuðum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra en meðalverðið lækkaði. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum.

Alls seldust um 39.725 tonn á fiskmörkuðunum frá janúar til og með apríl 2016 fyrir rúma 9,4 milljarða króna. Meðalverðið fyrir allar tegundir var 237 krónur á kíló.

Á sama tíma 2015 voru seld 34.990 tonn tonn á fiskmörkuðum fyrir tæplega 9,8 milljarða. Meðalverðið var 280 krónur á kíló.

Þrátt fyrir meiri sölu í tonnum talið það sem af er árinu lækkaði veltan á fiskmörkuðum og meðalverðið lækkaði um rúm 15%.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.