mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin verðmæti á fiskmarkaði og í beinum viðskiptum

22. febrúar 2013 kl. 09:00

Togveiðar. Mynd Þorgeir Baldursson

Aflaverðmæti sjófrystingar dregst saman um 4,5%

 

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 71,5 milljörðum króna á tímabilinu janúar til nóvember 2012 og jókst um 17,1% miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins 2011, að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 9,3% milli ára og nam 19,7 milljörðum króna.

Aflaverðmæti sjófrystingar nam 54,8 milljörðum í janúar til nóvember og dróst saman um 4,5% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 5,2 milljörðum króna, sem er 16,0% samdráttur frá árinu 2011.

Sjá nánar http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9435