mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukinn djúpkarfakvóti í Barentshafi

13. júní 2012 kl. 14:22

Karfaveiðar. (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Gullkarfastofninn þar er hins vegar í mjög slæmu ástandi.

 

Það þykir sæta tíðindum að Alþjóðahafrannsóknaráðið skuli nú leggja til 47.000 tonna aflamark fyrir djúpkarfa í Barentshafi á næsta ári en í mörg ár hefur ráðið lagst gegn beinum veiðum úr þessum stofni. 

Þetta er sami karfinn og gengur einnig inn í Síldarsmuguna og hefur þar verið aðgengilegur erlendum veiðiskipum á haustin. Árleg heildarveiði úr þessum stofni hefur verið um 12.000 tonn síðustu árin. 

Gullkarfastofninn í Barentshafi er hins vegar verr á sig kominn en djúpkarfinn og halda fiskifræðingar fast við þá ráðgjöf sína að engar beinar veiðar verði leyfðar úr honum. Ársafli úr gullkarfastofninum hefur numið 6-7 þúsund tonnum síðustu árin. Vísindamennirnir vara við því að stofninn muni hrynja innan 10 ára ef óbreyttum veiðum verður haldið áfram.