fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukinn þorskkvóti í Norðursjó

1. júlí 2015 kl. 08:33

Þorskur

Ráðlagður ýsukvóti einnig aukinn en ufsakvótinn minnkaður.

Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, hefur lagt til aukningu í veiðum á þorski og ýsu í Norðursjó en minnkun á ufsa árið 2016. Lagður er til þorskkvóti upp á 49.259 tonn sem samsvari 40.419 tonnum þegar tillit hefur verið tekið til brottkasts. 

Ráðið mælir með 6% minnkun á veiði á ufsa. 

Í sögulegu samhengi eru hrygningarstofnar þorsk, ýsu og ufsa í Norðursjó litlir. Á síðari árum hefur nýliðun þorsks og ufsa verið undir langtímameðaltali. En skýr teikn eru um uppgang stofna þorsks og ýsu sem endurspeglast í ráðgjöfinni. Lagt er til að heildarafli í ýsu verði 74.854 tonn, sem svarar til 61.930 tonnum þegar tekið hefur verið tillit til brottkasts. Fyrir árið 2015 hljóðaði ráðgjöfin upp á 68.690 tonna heildarkvóta. 

Neikvæð þróun er enn hvað viðkemur ufsastofninum. Mælt er með heildarkvóta upp á 75.049 tonn. Miðað við hlutfall brottkasts þýðir þetta um 68.601 tonn sem er 6% minnkun frá yfirstandandi ári.