fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukning á verðmæti allra helstu botnfisktegunda

5. desember 2019 kl. 13:01

Blandaður afli um borð í veiðiskipi. (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Verðmæti uppsjávarafla var tæplega 3,6 milljarðar í september og dróst saman um 5,8% samanborið við september 2018.

Aflaverðmæti nam 12,4 milljörðum króna í september sem er 13,6% meira en í september 2018. Verðmæti botnfiskafla nam rúmum 8,2 milljörðum og jókst um 26,5%. Á 12 mánaða tímabili, frá október 2018 til september 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 144,2 milljörðum, sem er 15,4% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Frá þessu segir á vef Hagstofu Íslands.

Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 5,1 milljarði en aukning var á verðmæti allra helstu botnfisktegunda. Verðmæti uppsjávarafla var tæplega 3,6 milljarðar í september og dróst saman um 5,8% samanborið við september 2018.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam rúmum 7,6 milljörðum króna í september. Verðmæti sjófrysts afla var rúmlega 2,2 milljarðar og verðmæti afla sem seldur var á markað nam tæpum 1,8 milljörðum.