miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ávísun á stórfellda tekjuskerðingu

12. ágúst 2011 kl. 10:51

Karfavinnsla á frystitogara. (Mynd: Kristinn Benediktsson)

Reglugerð sjávarútvegsráðherra um að hirða beri alla hausa og lifur sætir harðri gagnrýni.

,,Við hvetjum að sjálfsögðu til þess að allt sjávarfang sem er arðbært að nýta verði nýtt en það er engin skynsemi í því að skylda menn í atvinnubótavinnu sem hefur í för með sér meiri tilkostnað en tekjur. Valdboð er ekki rétta aðferðin, ” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ um nýja reglugerð sem skyldar skip til þess að koma með allan afla að landi, þar með talið lifur, hausa, hryggi og afskurð.  

 Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins tekur í sama streng. ,,Vera kann að eitthvert svigrúm geti skapast á frystitogurum til að sinna því að hirða hausa þegar illa fiskast, en ef veiði er góð þyrfti að stoppa hefðbundna vinnslu þriðjung til helming úr sólarhring til þess að frysta hausa sem engin laun eða arður fengist af. Þetta er ávísun á stórfellda tekjuskerðingu bæði sjómanna og útgerðar,” segir Árni.

 Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.