mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandaríkin: Engin ofveiði lengur

10. janúar 2011 kl. 15:34

Í fyrsta sinn á síðustu hundrað árum eða svo munu bandarískir sjómenn ekki stunda ofveiði á neinum nytjastofni, að því er bandarískur fiskifræðingur í fremstu röð heldur fram. Þessum árangri verður náð á árinu 2011.

Frá þessu er greint á vefnum washingtonexaminer.com og vitnað í orð fyrrum aðalfiskifræðings hjá bandarísku umhverfis- og fiskveiðistofnuninni NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration's Fisheries Service). ,,Í fyrsta sinn í skráðri sögu fiskveiða Bandaríkjanna, sem nær aftur til 1900, eru veiðar á öllum fisktegundum innan eðlilegra marka að því best er vitað,“ segir Murawski.

Murawski segir þetta einstakt og fullyrðir að engin þjóð í Asíu eða innan ESB hafi hingað til tekist að stöðva ofveiði. Hann þakkar þennan árangur meðal annars því að miklar og róttækar breytingar hafi verið gerðar á veiðum skipa frá Nýja Englandi. Þar hefur fiskibátum verið fækkað úr 1.200 niður í 580 á síðustu 15 árum.