miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandaríkin: John Kerry vill að fiskveiðikvótar verði auknir

28. apríl 2010 kl. 15:00

Yfir 20 þingmenn í bandarísku öldungadeildinni hafa hvatt stjórnvöld til að auka fiskveiðikvóta sem lið í neyðarráðstöfunum til að bjarga sjávarbyggðum.

Hér er einkum um að ræða stjórnmálamenn frá Nýja Englandi og meðal þeirra er John Kerry sem var forsetaframbjóðandi Demókrata árið 2004.

Stjórnmálamennirnir vilja að fallið verði frá hörðum niðurskurði á kvótum sem á að koma til framkvæmda í næstu viku. Í bréfi til viðskiptaráðherra Bandaríkjanna fara þeir fram á að gefin verði út neyðaráætlun sem feli í sér aukningu á árlegum kvótum í bolfiski.

Haft er eftir John Kerry að nú séu erfiðir tímar fjárhagslega hjá vinnandi fólki og sjómenn hafi orðið sérstaklega hart úti.

NOAA, haf-og umhverfisstofnun Bandaríkjanna, sem hefur með stjórn fiskveiða að gera vill að stjórnvöld haldi sínu striki. Stofnunin segir að ljóst sé að fjöldamótmælin í Washington í vetur, er 5 þúsund sjómenn mættu til að mótmæla fyrirhuguðum kvótaniðurskurði, hafi náð eyrum stjórnmálamannanna.

Heimild: www.fishupdate.com