sunnudagur, 17. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barentshaf: 65.000 tonna loðnukvóti ráðlagður

19. nóvember 2013 kl. 09:29

Loðna

Fjórfaldast eftir að fram komu nýjar upplýsingar frá rússneskum vísindamönnum.

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur nú til að loðnukvótinn í Barentshafi í vetur verði 65.000 tonn en ekki 15.000 tonn eins og áður hafði verið ráðlagt og raunar ákveðið af norsk-rússnesku fiskveiðinefndinni.

Ástæðan er sú, að eftir að niðurstöður norsk-rússnesks leiðangurs lágu fyir snemma í október hafa komið fram nýjar upplýsingar úr rússneskum rannsóknum sem gefa tilefni til að hækka kvótann. Norska hafrannsóknastofnunin lagði blessun sína yfir þessar nýju niðurstöður og nú hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið gert slíkt hið sama. Fastlega er gert ráð fyrir að farið verði eftir þessum ráðleggingum.  

Hlutur Norðmanna í 65.000 tonna kvóta verður 39.000 tonn, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.