fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barentshaf: Þorskurinn teygir sig æ lengra

1. nóvember 2013 kl. 15:00

Þorskur á sundi.

Hefur aldrei fundist svona austarlega og norðarlega fyrr.

Útbreiðsla þorsks í Barentshafi eykst sífellt samfara breyttum umhverfisskilyrðum. 

Í norsk-rússneskum vistfræðileiðangri nú í haust á rússneska rannsóknaskipiniu Vilnius fannst þorskur lengra í austri en nokkru sinni fyrr eða á 79°36 mínútum austur í norðurhluta Karahafs. 

Þorskurinn hefur trúlega elt loðnu inn á þetta hafsvæði og sjávarhitinn hefur verið nægilega hár fyrir hann.  

Í fyrra setti Barentshafsþorskurinn annað met því þá fannst hann alla leið norður á 82°30’ N og hafði ekki áður fundist svo norðarlega. 

Á vefn norsku hafrannsóknastofnunarinnar má sjá útbreiðslu þorsksins í Barentshafi, HÉR.