mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bárður og Happadís með mest aflaverðmæti smábáta

24. júlí 2008 kl. 14:36

Það óvenjulega gerðist á síðasta ári að efsti bátur í krókaaflamarkinu og efsti smábátur í aflamarki skiluðu nánast jafnmiklu aflaverðmæti hvor um sig eða tæplega 194 milljónum króna. Venjan hefur verið sú að efstu krókaaflamarksbátarnir hafa verið með miklu meira aflaverðmæti en efstu smábátar á aflamarki.

Að þessu sinni brá svo við að aflamarksbáturinn Bárður SH fiskaði fyrir 193,9 milljónir króna eða mest allra smábáta, en krókaaflamarksbáturinn Happadís GK fyrir 193,6 milljónir og munar aðeins 300 þúsund krónum á bátunum tveimur. Þetta kemur fram í úttekt Fiskifrétta á aflaverðmæti smábátaflotans árið 2007, sem birt er í blaðinu í dag, en hún er unnin er upp úr nýrri skýrslu Hagstofu Íslands.

 Fimm efstu krókaaflamarksbátar miðað við aflaverðmæti árið 2007 eru

1. Happadís GK – 193,6 millj. kr.  - 1.108 tonn

2. Kristinn SH - 184 millj. kr. - 1.054 tonn

3. Gísli Súrsson GK – 181 millj. kr.  - 977 tonn

4. Auður Vésteins GK – 173 millj. kr.  - 1.017 tonn

5. Sirrý ÍS 170 millj. kr. – 1.321 tonn

  Fimm efstu smábátar á aflamarki miðað við aflaverðmæti 2007

1. Bárður SH – 193,9 millj. kr. – 905 tonn

2. Keilir II AK – 112 millj. kr. – 535 tonn

3. Ísak AK – 102 millj. kr. – 465 tonn

4. Kartrín SH – 89 millj. kr. – 361 tonn

5. Sæþór EA – 71 millj. kr. – 496 tonn.

Ítarlegir listar yfir afla og aflaverðmæti smábáta 2007 eru birtir í Fiskifréttum í dag.