mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bátur vélarvana í Önundarfirði

21. maí 2014 kl. 07:53

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Var kominn afar nærri landi en nærstaddur bátur kom til aðstoðar.

Landhelgisgæslunni barst kl 00:38 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát sem var vélarvana skammt frá landi við Barða í sunnanverðum Önundarfirði.  Báturinn fékk á sig brot og allur fiskur úti í hlið, setti hann út rekakkeri til að minnka rek.

Haft var samband við báta og skip á svæðinu og hélt samstundis nærstaddur bátur til aðstoðar. Til öryggis voru björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Kl 00:49 hafði tekist að lensa sjó úr vélbilaða bátnum sem var kominn afar nærri landi.  Kl 00:55 var hann kominn í tog hjá bátnum sem gaf sig fram á svæðinu og héldu þeir til hafnar á Flateyri. Voru þá allar björgunareiningar afturkallaðar, segirí i frétt á vef Gæslunnar.