fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bein ræktuð úr hreistri fiska

5. júní 2012 kl. 14:00

Fiskhreistur

Talið geta nýst við öldrunarlækningar.

Vísindamenn í Japan hafa þróað aðferð til að rækta bein sem nothæf eru til ígræðslu í menn. Sagt er að ekki taki nema þrjá mánuði fyrir beinin að vaxa við mannabein. Fullyrt er að beinaígræðslan sé áhættulaus og að nýju beinin séu bæði sterkari og sveigjanlegri en venjuleg mannabein. 

Talið er til að beinaígræðsla með beinum úr fiskhreistri komi sér vel fyrir eldra fólk sem lendir í beinbroti þar sem bein gróa hægar eftir því sem fólk eldist.  Einnig er talið að nýju beinin eigi eftir að nýtast vel við gerð stoðtækja.