fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Beitukóngsveiði með minnsta móti í ár

18. desember 2013 kl. 09:46

Beitukóngur (Mynd af vef Hafrannsóknastofnunar).

Hafrannsóknastofnun kynnir nýjar aðferðir við stofnmat.

Í málstofu Hafrannsóknastofnunar á morgun, fimmtudag  flytur Jónas Páll Jónasson erindi um veiðar og aflabrögð á beitukóngi í Breiðafirði á undanförnum áratug. Kynnt verður nýtt stofnmat sem byggir á Bayesian tölfræði og tæpt á framtíð veiða og rannsókna.

Á níunda áratugnum voru stundaðar tilraunaveiðar á beitukóngi sem lofuðu góðu en veiðarhófust árið 1996, þegar um 500 tonnum var landað í Breiðafirði. Síðan hefur aflinn verið nokkuð sveiflukenndur og að miklu leyti stjórnast af markaðsaðstæðum.

Aflinn var mestur 1284 tonn árið 1997 en var nánast enginn árin 1998 til 2002. Árið 2003 jókst sóknin aftur og voru veidd á milli 800 og 1000 tonn á tímabilinu 2004 til 2006. Eftir það hefur aflinn minnkaðí 500 tonn árið 2011, 375 tonn í fyrra og á þessu ári voru einungis veidd um 90 tonn.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.