þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Belgískir og danskir fiskimenn þéna mest

29. október 2013 kl. 15:58

Danskir fiskibátar í höfn.

Meðalárslaun þeirra voru 11-12 milljónir króna árið 2011.

Fiskimenn í Belgíu þéna að meðaltali mest allra fiskimanna í Evrópusambandsríkjunum. Meðallaun þeirra fyrir ársverkið voru jafnvirði 12,5 milljarða íslenskra króna á árinu 2011. Næstir á eftir komu fiskimenn í Danmörku en meðallaun þeirra fyrir ársverkið voru rúmlega 11 milljónir íslenskra króna.

Laun dönsku fiskimannanna eru þrisvar sinnum hærri en meðaltalslaun fiskimanna í ESB-ríkjunum fyrir ársverkið en þau voru 3,5 milljónir íslenskra króna. 

Meðalárslaun á smábátum voru 1,7 milljónir króna en á stærri skipum og skipum sem veiddu á fjarlægum miðum 4,4 milljónir króna. 

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu um fiskveiðar í ESB-ríkjunum, sem norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren vitnar til.