föstudagur, 14. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Benda á nauðsyn nýs rannsóknaskips

27. nóvember 2017 kl. 18:00

MYND/HAG

FFSÍ telur brýnt að stórauka veiðarfæra-, haf- og fiskirannsóknir

Þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sem haldið var í síðasta sinn dagana 23. og 24 nóvember sl., skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér innan ríkisstjórnarinnar fyrir smíði nýs rannsóknarskips.

Í ályktun sambandsins segir að við blasi að rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, sem smíðað  var árið 1970, sé ekki lengur í ástandi til að uppfylla þær kröfur sem gera verður til hafrannsóknarskipa, enda og löngu tímabært að ráðast í úrbætur á þessu mikilvæga sviði.

Þingið telur brýnna en nokkru sinni að stórauka veiðarfæra-, haf- og fiskirannsóknir. Aukin þekking á þessum sviðum er algjör grunnforsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum hafsins.

Ómæld verðmæti fara forgörðum að óbreyttu ástandi. Það er lágmarkskrafa að tryggt sé að rannsóknarskip stofnunarinnar séu endurnýjuð með eðlilegum hætti og að stofnuninni verði gert kleift að nýta þau til rannsókna af fullum krafti allt árið í stað þess að skipin liggi í höfn langtímum saman vegna fjárskorts.

Sjá ítarlega frétt Fiskifrétta frá því í sumar.