þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Big Mama" í Neskaupstað

13. september 2016 kl. 11:16

Unnið að uppsetningu "Big Mama" frystiskápanna hjá Síldarvinnslunni. (Mynd: Hákon Ernuson).

Stærstu frystiskápar sinnar tegundar í heiminum settir upp hjá Síldarvinnslunni.

Þessa dagana eru unnið við að setja upp tvo stóra frystiskápa í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Er tilkoma skápanna liður í því að auka afköst fiskiðjuversins. Hér er um að ræða svonefnda kassafrysta en þeir eru stærri en þeir fjórir kassafrystar sem fyrir eru í verinu. Skáparnir eru hannaðir og smíðaðir hjá Þorgeir & Ellert hf. og Skaganum hf. á Akranesi .

Að sögn Ingólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra Skagans, hefur uppsetning skápanna gengið vel og hugsanlegt er að hefja notkun þeirra í næstu viku. Segir Ingólfur að þessir skápar séu hinir fyrstu sinnar tegundar og afkastageta þeirra sé mun meiri en eldri skápanna. 

Stærstir í heimi 

„Það er ekki vitað til þess að stærri skápar séu til í heiminum, enda köllum við þá „Big Mama“. Okkur þykir vel viðeigandi að fyrstu stóru skáparnir séu settir upp í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en fyrsti skápurinn af minni gerðinni var einmitt settur þar upp árið 2010“, sagði Ingólfur í samtali á vef Síldarvinnslunnar. 

Nýju skáparnir eru 4,6 m á breidd, 5,4 m á dýpt og 6,1 m á hæð. Hver frystiplata í þeim er 13 fermetrar á meðan hún er 6,5 fermetrar í eldri skápunum. Afkastageta nýju skápanna er 60 tonn á sólarhring á meðan hún er rúmlega 30 tonn í þeim eldri.

Kassafrystar hafa ýmsa kosti fram yfir hefðbundna blástursfrysta. Þeir gefa kost á jafnri vinnslu allan sólarhringinn, eru ekki eins orkufrekir og blástursfrystar og orkunotkun þeirra er jafnari. Frystitími í kassafrystunum er styttri og þeir henta mun betur til heilfrystingar á stærri