þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Biðja ESB að grípa inn í makrílveiðar Íslendinga

16. október 2008 kl. 14:05

Samtök framleiðenda uppsjávarfisks í Danmörku (PO) hafa farið þess á leit við Joe Borg, fiskimálastjóra Evrópusambandsins að hann beiti sér gegn makrílveiðum Íslendinga og grípi inn í þær.

Christian Olsen talsmaður samtakanna segir í samtali við sjávarútvegsblaðið Fiskeri Tidende að veiðar Íslendinga séu algjörlega óásættanlegar.

Danska blaðið heldur því fram að Evrópusambandið sé tilbúið í viðræður við Íslendinga um málið en það séu Norðmenn og Færeyingar ekki.

Þessar þjóðir allar skipta með sér makrílkvótanum í Norðaustur-Atlantshafi, sem kunnugt er, og hafa ekki hingað til viljað hleypa Íslendingum að samningaborðinu þrátt fyrir að eftir því hafi ítrekað verið leitað.

Makríll hefur í stórvaxandi mæli leitað til Íslands á síðustu tveimur árum samfara hlýnun sjávar og er afli Íslendinga orðinn 112.000 tonn á þessu ári, sem nær allur hefur fengist innan íslenskrar lögsögu.

Heildarafli makríls í Norðaustur-Atlantshafi er áætlaður um 600.000 tonn á yfirstandandi ári sem þýðir að hlutur Íslands er í kringum 20%