laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bjart yfir humarstofninum

12. júní 2008 kl. 11:50

Humarstofninn hér við land er í mjög góðu ástandi um þessar mundir. Nýjasta mæling Hafrannsóknastofnunar, sem gerð var í síðasta mánuði, var sú besta frá því að byrjað var að mæla stofninn með núverandi hætti árið 1985, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Mestan fjörkipp hefur veiðin tekið úti af Suðvesturlandi en þar fjórfaldaðist aflinn milli áranna 2006 og 2007 og afli á togtíma jókst um 90%.

Veiðistofninn er nú 18.000 tonn og hefur farið jafnt og þétt stækkandi undanfarin ár eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki um og upp úr 1995.

Hafrannsóknastofnun leggur til að humarkvótinn verði aukinn úr 1.900 tonnum í 2.200 tonn á næsta fiskveiðiári.

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag og rætt við Hrafnkel Eiríksson fiskifræðing.