fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Björgunarbúninga í öll skip

28. júní 2012 kl. 11:29

Björgunarbúningur

Smábátar ekki lengur undanþegnir þeirri kröfu.

Innanríkisráðuneytið hefur sett nýjar reglur um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa. Samkvæmt þeim skulu vera björgunarbúningar í öllum skipum, stórum og smáum, sem notuð eru í atvinnuskyni. 

Fram að þessu hefur þessi krafa eingöngu gilt um skip sem eru 12 metrar að lengd og lengri og notuð eru í atvinnuskyni en bátar undir þeirri stærð hafa verið undanskildir. Frá og með næstu áramótum tekur gildi krafa um björgunarbúninga í báta 8-12 metra og frá og með 1. janúar 2014 einnig fyrir báta undir 8 metrum að lengd. Skemmtibátar með haffærisskírteini til úthafssiglinga skulu búnir björgunarbúningum fyrir alla þá sem eru um borð hverju sinni.