þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Björn Ingi kastaðist veggja á milli - MYNDBAND

16. október 2013 kl. 11:55

Bjørn Inge kútveltist.

Norski báturinn Årøyfisk fékk á sig brotsjó

Norski sjómaðurinn Bjørn Inge Lund fékk aldeilis að kenna á því er hann kastaðist veggja á milli í bátnum Årøyfisk. Báturinn var staddur utan við Hammerfest þegar hann fékk á sig brotsjó. Bjørn Inge lá í makindum í sófa og var að horfa á sjónvarpið þegar ósköpin dundu yfir. Svo vildi til að kokkurinn um borð náði atvikinu á myndband.