þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Björn Valur Gíslason við stjórnvölinn á Emeraude

14. ágúst 2018 kl. 07:00

Björn Valur Gíslason skipstjóri.

Nýtt skip að hluta í eigu Samherja


Frönsku útgerðarfyrirtækin Euronor og Compagnie de Pêches, sem eru að stórum hluta í eigu Samherja, hafa tekið við nýjum togara. Togarinn, Emeraude, er systurskip Berlin og Cuxhaven sem eru í drift hjá Deutsche Fischfang Union, DFU, sem er 100% í eigu Samherja. Skipið er hannað af Rolls Royce og smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi eins og systurskip DFU. Skipstjóri er Björn Valur Gíslason, fyrrverandi alþingismaður.

gugu@fiskifrettir.is

Emeraude leysir af hólmi eldra skip, Grande Hermine, sem fór í sína síðustu veiðiferð fyrir útgerðirnar fyrr á þessu ári.

Euronor er í sameiginlegri eigu Samherja og hollenska fyrirtækisins P&P og þessi tvö félög eiga einnig umtalsverðan hlut í  Compagnie des Pêches.

80 metrar á lengd

Skipið er eins og Cuxhaven og Berlin 80 metra langt og með lögun á stefni sem á að brjóta ölduna betur. Skrokkurinn er hannaður með tilliti til lágmarks viðnáms sem skilar sér í hagkvæmari rekstri.

Í Emeraude er Bergen Diesel B33:45 aðalvél sem á að skila 20% meira afli á hvern strokk en eldri gerðir Bergen véla og allt að 25.000 klukkustunda keyrslu milli stórra viðhaldsaðgerða.

35 menn verða í áhöfn Emeraude. Það hefur verið við veiðar í Barentshafi undanfarið.