þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blái bastarðurinn fundinn

9. september 2015 kl. 08:00

Áður óþekktur fiskur sem skiptir um lit

Vísindamenn í Queensland í Ástralíu hafa borið kennsla á áður óþekktan kóralfisk sem fram að þessu var eingöngu tengdur við munnmælasögur þar í landi.

Latneska heiti fisksins er Plectorhinchus caeruleonothus en nú gengur hann almennt undir heitinu Blái bastarðurinn.

Ástralski vísindamaðurinn Jeff Johnson bar fyrstur manna kennsl á fiskinn. Hann er, eins og nafnið gefur til kynna, blár á lit og þykir einstaklega erfitt að veiða hann.

Það þykir óvenjulegt að ekki hafi áður verið borin kennsl á svo stóran og áberandi fisk áður. En ástæðan er sú að hann heldur sig við kóralrifin langt norðan Ástralíu og syndir þar meðal hákarla og krókódíla.

 

Það sem einkennir Bláa bastarðinn er að litur hann breytist eftir því sem hann verður eldri. Þegar hann er ungur er hann gulur með ljósum og dökkum röndum en verður svo silfurblár þegar hann eldist. Hann getur orðið allt að eins metra langur.