laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blendin viðbrögð við útspili ráðherrans um strandveiðar

22. apríl 2009 kl. 11:36

Hugmyndum sjávarútvegsráðherra um frjálsar handfæraveiðar á sumrin gegn því að byggðakvótinn verði felldur niður hefur verið tekin misjafnlega innan sjávarútvegsins.

Talsmaður LÍÚ segir að með þessu sé verið að taka veiðiheimildir af atvinnumönnum og færa til annarra. Hann óttast að þessi nýi veiðipottur bólgni út og verði að lokum gerður að varanlegum kvóta á kostnað hins almenna veiðikerfis. 

Landssamband smábátaeigenda fagnar hins vegar frjálsum færaveiðum en vill þó áfram standa vörð um byggðakvótann og telur að líta eigi á handfæraaflann sem afgangsstærð utan við heildaraflamarkið.

Nánar er fjallað um málið í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.