þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blikkandi „útgönguljós“ fyrir fiskinn

15. nóvember 2012 kl. 15:11

Hringurinn sem smái fiskurinn á að sleppa út um í trollinu.

Nýstárleg hönnun á botntrolli til að draga úr brottkasti og óæskilegum meðafla

Fyrrum nemandi í listaháskóla, Dan Watson að nafni, hefur unnið James Dyson verðlaunin svonefndu fyrir árið 2012 fyrir hönnun á trolli sem tekur bæði á vandamálum með brottkast og meðafla. James Dyson er þekktur iðnjöfur og hönnuður í Bretlandi.Verðlaunin nema um 10 þúsund pundum eða 2 milljónum ISK.

Hönnunin felst í því að settir eru glitrandi hringir í pokann í trollinu sem ungviðið og smáfiskur getur sinnt út um. Hringirnir haldast opnir meðan togað er og virka eins og neyðarútgangur.

Einnig er milliþil í trollinu, útbúnaður sem er þekktur hér á landi, sem skilur milli fiska sem koma inn í trollið neðst og efst. Þorskur, sem menn reyna oft að forðast, syndir undir þilið og sleppur út, en ýsan sem óhæt er að veiða leitar upp á við og fer í pokkann. Loks er trollið hannað þannig að það helst að mestu um einn metra frá botni til að minnka umhverfisáhrif.

Frá þessu er greint á vefnum fis.com. Hér að neðan er slóðin þar sem finna má fréttina og myndband sem sýnir hvernig trollið á að virka. Svo er spurning hvernig íslenskum sjómönnum og útgerðarmönnum líkar hugmyndin.

http://fis.com/fis/worldnews/worldnews.asp?l=e&country=0&special=&monthyear=&day=&id=56861&ndb=1&df=0