föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blússandi kolmunnaveiði Norðmanna

29. febrúar 2016 kl. 10:04

Kolmunni

Íslendingar meðal kaupenda á uppboði norska síldarsamlagsins.

Mjög góður gangur er í kolmunnaveiðum norskra skipa. Í síðustu viku tilkynntu þau um 57.000 tonna afla, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins (Sildelaget). Flest skipanna hafa fyllt sig á einum sólarhring og sem dæmi um þéttleika fisksins fékk eitt skipanna 700 tonn eftir aðeins 14 mínútna tog. 

Bróðurpartinn af vikuaflanum, eða 43.000 tonn, fengu norsku skipin í alþjóðlegri lögsögu en afganginn í ESB-lögsögunni. Þá valdi eitt færeyskt skip að selja afla sinn, 2.500 tonn, á uppboði norska síldarsamlagsins og var kaupandinn íslenskur. Fram kemur á vefnum að mikill áhugi sé á kolmunnanum hjá kaupendum bæði í Noregi, Danmörku og á Íslandi og verðið því gott.