laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Boltaþorskar í netaralli

11. apríl 2014 kl. 09:28

Netrall 2014 á Þorleifi EA. (Mynd: Tryggvi Sveinsson)

Lítur út fyrir svipaðan afla og í fyrra á flestum svæðum

Netarall Hafrannsóknastofnunar hefur gengið vel og því lýkur um og eftir helgina. Sex bátar taka þátt í rallinu vítt og breitt við landið. Útlit er fyrir að aflinn verði svipaður og í fyrra á flestum svæðum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Meðfylgjandi mynd var tekin um borð í Þorleifi EA í netarallinu fyrir norðan. Þá veiddust eintómir boltaþorskar í einni lögn í Húnafirði. Bjarni Gylfason, Alfreð Garðarsson og Ólafur Guðmundur Jóhannesson, skipverjar á Þorleifi, eru ánægðir með aflann og hampa hér vænum fiskum.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.