sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Boltaþorskur fyrir norðan

18. apríl 2012 kl. 11:40

Garðar Alfreðsson ,skipverji á Þorleifi EA, með boltaþorsk sem veiddist í netaralli fyrir norðan. (Mynd: Tryggvi Sveinsson).

Netaralli lýkur brátt og allt stefnir í það að veiðin verði svipuð eða meiri en í fyrra

 

Netaralli Hafrannsóknastofnunar lýkur í þessari viku og byrjun þeirrar næstu. Veiðarnar hafa gengið vel og sums staðar mun betur en í fyrra sem var metár í rallinu, að því er Valur Bogason, verkefnisstjóri netarallsins sagði í samtali við Fiskifréttir.

Netarallið fer fram á sex svæðum við landið. Niðurstöður liggja ekki fyrir en veiðin hefur til dæmis verið sérstaklega góð í Breiðafirði og þar stefnir í met. Á öðrum svæðum er aflinn svipaður eða ívið meiri en í fyrra.   

Þorskurinn er víða vænn eins og við er að búast á þessum tíma og er norðursvæðið engin undantekning sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var við veiðar í Steingrímsfirði.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.