sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bolungarvík: Hálf milljón á hvern íbúa til ríkisins

11. apríl 2012 kl. 14:28

Fyrirhuguð hækkun veiðigjalds næmi hærri upphæð en öllum skattekjum sveitarfélagsins

Bæjarráð Bolungarvíkur bókaði nýverið hörð mótmæli gegn fyrirhuguðu frumvarpi sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Í bókunninni segir að hefði frumvarpið orðið að lögum árið 2010 hefðu átta stærstu útgerðirnar í bænum samtals greitt 438 milljónir í veiðigjald. Það sé hærri upphæð en sem nemur öllum skatttekjum sveitarfélagsins það ár.

Ekki sé gert ráð fyrir að gjaldið renni til sveitarfélagsins og því sé um beinan tilflutning á fjármunum frá bænum til ríkisins. Á vef LÍÚ er bent á að upphæðin nemi hálfri milljón króna á hvern íbúa sveitarfélagsins.

Hér má lesa bókunina í heild.