mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bolungarvíkurbátarnir fjórir ígildi frystitogara

8. september 2011 kl. 11:56

Sirrý ÍS (Mynd: Snorri Harðarson).

Sirrý ÍS skilaði mestu aflaverðmæti allra smábáta 2010 eða 365 milljónum króna

Aflaverðmæti efstu smábáta jókst verulega á milli áranna 2009 og 2010 samkvæmt samantekt Fiskfrétta sem unnin er upp úr nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands. Fjórir smábátar skiluð 300 milljónum króna eða meira í aflaverðmæti á síðasta ári.      

Hæsti báturinn í fyrra, Sirrý ÍS, var með 365 milljónir króna í aflaverðmæti. Sirrý ÍS var einnig hæst árið 2009 með 269 milljónir. Aukning milli ára er 96 milljónir króna eða 36%. Í öðru sæti er Guðmundur Einarsson ÍS með 357 milljónir króna og í því þriðja er Einar Hálfdáns ÍS með 352 milljónir. Hrólfur Einarsson ÍS kemur þar á eftir með 337 milljónir. Allir þessir fjórir bátar eru gerðir út frá Bolungarvík. Samanlagt aflaverðmæti Bolungarvíkurbátanna fjögurra er 1,4 milljarðar króna og eru þeir því ígildi frystitogara að aflaverðmæti.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.