þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bolungarvíkurbátarnir í flestum efstu sætunum

17. október 2010 kl. 11:00

Bolungarvíkurbátarnir létu til sín taka á síðasta ári og röðuðu sér í flest efstu sætin yfir aflasælustu smábáta á síðasta fiskveiðiári, hvort sem um er að ræða heildarafla upp úr sjó eða afla í helstu tegundum sem smábátar veiða, þ.e. þorski, ýsu og steinbít, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Sirrý ÍS veiddi mestan þorsk allra smábáta á síðasta fiskveiðiári eða 770 tonn. Sirrý ÍS veiddi einnig mest af ýsu allra smábáta eða 437 tonn. Guðmundur Einarsson ÍS var hins vegar með mestan steinbítsafla á fiskveiðiárinu, eða 417 tonn, en Sirrý ÍS var í öðru sæti.

Eins og fram kom í Fiskifréttum fyrir skömmu var Sirrý ÍS aflahæsti smábátur á nýliðnu fiskveiðiári með 1.730 tonna afla upp úr sjó. Var hér um heimsmet að ræða í afla smábáta og bættu þeir fyrra met um 222 tonn sem Guðmundur Einarsson ÍS átti og var frá fiskveiðiárinu 2005/2006. Í öðru sæti var Guðmundur Einarsson ÍS með 1.600 tonn og Hrólfur Einarsson ÍS með 1.266 tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.