fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bolungarvíkurtogarinn kemur á morgun

26. janúar 2016 kl. 09:16

Togarinn fær nafnið Sirrý ÍS.

Fær nafnið Sirrý og ber einkennisstafina ÍS 36

Togarinn sem Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík festi kaup í haust er lagður af stað til Íslands. Haft er eftir Guðbjarti Flosasyni framleiðslustjóra Jakobs Valgeirs á vefnum bb.is að von sé á togaranum til Bolungarvíkur á morgun. Skipið verður til sýnist milli kl. 14 og 18 þann dag. Skipið fær nafnið Sirrý og mun bera einkennisstafina ÍS 36 en siglir til Íslands undir norsku flaggi og nafninu Stamsund. Það er norsk áhöfn sem siglir skipinu heim og afhendir Jakobi Valgeir skipið formlega. 

Guðbjartur segir að togarinn fari ekki á veiðar strax. Fyrsti verði Sirrý siglt inn á Ísafjörð þar sem 3X Technology og Vélsmiðjan Þristur munu taka millidekkið í gegn en meðal annars á að setja upp Rotex-kerfi frá 3X. Hann gerir ráð fyrir að vinnan við millidekkið taki tvær til þrjár vikur.