þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Börkur NK heldur til síldveiða

30. september 2015 kl. 13:47

Börkur NK. Mynd/Geir Zoëga

Veðrið að ganga niður á miðunum

Hjá Síldarvinnslunni var gert nokkuð hlé á síldveiðum og síldarvinnslu í síðustu viku. Beitir NK og Birtingur NK höfðu lagt stund á veiðarnar á meðan viðhaldsverkefnum var sinnt um borð í Berki NK. Nú er Börkur tilbúinn að hefja veiðar og hélt hann út á miðin í gær.

Áður en siglt var úr höfn var Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri tekinn tali af heimasíðu Síldarvinnslunnar og sagði hann að bræla hefði verið á miðunum út af Austfjörðum en  veðrið væri að ganga niður.

„Við munum byrja á því að leita hérna uppi á landgrunninu en það hefur fengist góð síld að undanförnu frá Reyðarfjarðardýpi og allt norður á Glettinganesgrunn. Síðan hafa einhver skip reynt fyrir sér austur af landgrunninu og fengið þar einhvern afla. Það eru fá skip að síldveiðum þessa stundina og því nauðsynlegt að byrja á að leita,“ sagði Hjörvar.