laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Botnfiskafli dróst saman um 37% milli ára

14. febrúar 2020 kl. 11:45

Ísaður þorskur. Mynd af vef Matís.

Landað var 35.800 tonnum í janúar.

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í janúar 2020 var 35.800 þúsund tonn sem er 23% minni afli en í janúar í fyrra. Botnfiskafli dróst saman um tæp 16.000 tonn eða 37%. Aukning varð í uppsjávarafla þar sem rúm 6.000 tonn af kolmunna veiddust, en enginn kolmunni hafði veiðst í janúar 2019.

Hagstofan greinir frá þar sem nálgast má nánari tölfræði um aflabrögðin í janúar.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2019 til janúar 2020 var 1.038 þúsund tonn sem er 13% minna en fyrir sama tímabil ári áður.