laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Botnfiskafli jókst um 11%

15. ágúst 2019 kl. 15:00

Rúm milljón tonn á land á tólf mánaða tímabili - frá júlí til júlí.

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júlí var 94.600 þúsund tonn sem er 1% meiri afli en í júlí í fyrra. Botnfiskafli jókst um 11% eða tæp 4.000 tonn en samdráttur var um 2% í uppsjávarafla.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.Þar er að finna nákvæma tölfræði mánaðarins.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2018 til júlí 2019 var 1.081 þúsund tonn sem er 16% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

Afli í júlí metinn á föstu verðlagi var 2,6% meiri en í júlí 2018.