laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Botnfiskiðnaðurinn á Íslandi á krossgötum

10. apríl 2014 kl. 15:54

Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf.

Þeir munu standa best sem framleiða upp undir 10 þús. tonn á ári.

„Ég held því fram að bolfiskiðnaðurinn á Íslandi sé á krossgötum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf. í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. „Til þess að vera samkeppnisfærar þurfa fiskvinnslur að efla sig hratt til þess að geta boðið fjölbreyttar afurðir og skjóta afhendingu þeirra. Þau hús munu standa best að vígi sem framleiða upp undir 10.000 tonn ári, millifyrirtækin munu fara halloka en lítil fyrirtæki verða áfram til. Ég hef áður sagt að fiskiskipaflotinn okkar sé 30% of stór og ég held að fiskvinnsluhúsin séu helmingi of mörg. Tæknivæðingin sem við dásömum með réttu hefur ekki gert annað en að stytta vinnutímann og fjölga atvinnuleysisdögum. Stóra verkefnið er að skapa varanleg störf í stað þeirra sem hverfa.“

Að sögn Péturs er áformað að vinna framvegis jafnmikið hráefni hjá Vísi í Grindavík eins og gert hefur verið á öllum starfsstöðum fyrirtækisins hingað til. Núna eru það 16-17 þúsund tonn á ári en miðað við full afköst gæti það orðið um 20 þúsund. Vélakosturinn á stöðunum þremur verður fluttur til Grindavíkur. 

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Pétur í Fiskifréttum.