þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Botninum vonandi náð

10. október 2013 kl. 09:00

Saltfiskvinnsla (Mynd/Fiskifréttir: GE

Verð á saltfiskafurðum hefur lækkað um 25% að meðaltali á rúmu ári.

Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa átt á brattann að sækja undanfarin ár. Mikil verðlækkun hefur orðið á saltfiskafurðum á erlendum mörkuðum og þróun hráefnisverðs hefur verið heldur óhagstæð. Verð á saltfiskafurðum hefur lækkað um 25% að meðaltali á rúmu ári. Stærri saltfiskurinn hefur lækkað meira. Menn í greininni binda vonir við að nú sé botninum náð.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Staðan á mörkuðum erlendis er enn erfið. Þó er ágæt eftirspurn eftir saltfiskflökum. Nú fer í hönd helsti sölutími fyrir flattan saltfisk en kaupendur fara sér hægt við að birgja sig upp fyrir jólasöluna. Því er of snemmt að segja til um hvort salan verði ásættanleg eða hvort verð hækki. Heldur hefur dregið úr saltfiskframleiðslu og sum fyrirtæki sem voru eingöngu í saltfiski hér áður fyrr hafa snúið sér að öðrum sjávarafurðum samhliða saltfiskverkun og þá aðallega framleiðslu á ferskum fiskafurðum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.