laugardagur, 6. júní 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Braut allar reglur

Guðjón Guðmundsson
1. desember 2018 kl. 10:00

Hermann Guðmundsson netagerðameistari. MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Hemmertrollið – 30% minna net í jafnstóru trolli

Hermann Hrafn Guðmundsson netagerðarmeistari og markaðsstjóri hjá Fjarðanetum voru ásamt starfsmönnum Hampiðjunnar á leið í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku að prófa nýjar útfærslur m.a. af Hemmer T90 botntrollinu. Trollið hefur reynst mjög vel frá því það kom fyrst á markað árið 2006 og verið notað með góðum árangri í nokkrum stærðum og útfærslum. 

Breki VE, nýi ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, er til að mynda að veiðum með tveimur Hemmertrollum, og er Magnús Ríkharðsson skipstjóri  afar ánægður með árangurinn af notkun þeirra. Hann segir það þarfnast mun minna viðhalds, gegnumflæðið sé betra, ánetjun hverfandi og trollið mun léttara í drætti en Seastar troll sem hann notaði áður.

„Það stendur til að prófa mörg troll í tanknum, jafnt  flottroll og botntroll sem eru framleidd  af Hampiðjuni og Fjarðanetum. Við hjá Fjarðanetum erum með nokkrar útfærslur af Hemmer botntrollinu til sýnis og prufu. Sumir vilja nota Hemmer botntrollið en aðrir ekki og fer það dálítið eftir því hvernig menn eru inn stilltir og hversu nýjungagjarnir menn eru. Hemmer trollið er örlítið flóknara en troll úr venjulegu net og menn þurfa að nálgast það með öðrum hætti.Við  snúum möskvunum um 90 gráður er því   með vinnuheitið T90. Sumir vilja ekki nota það vegna þess að það er aðeins flóknara á meðan aðrir dýrka það. Við höfum sett upp troll  á hefðbundin hátt í   rúmlega 100 ára sögu okkar við togveiðar og því eru ekki allir tilbúnir að breyta til einn tveir og þrír og er það bara vel skiljanlegt!. Það sem hefur komið í ljós er bara jákvætt að mínu mati,þó svo að hér á árum áður var það ekki gott til afspurnar að láta góma sig þversum í netabætningu, en  tímarnir breytast og mennirnir með.

Ég braut í raun allar reglur með því að fara út í T90 tæknina.Það sem gerist er að netið er mun stífara þegar það er notað sem T90 og með því að opna möskvana meira og með meiri  fellingu gat ég leyft mér að taka 30% af netinu úr trollinu sem er eftir sem áður jafnstórt. Netið sér síðan mikið til sjálft um að opna sig,“ segir Hermann.

Hann segir að hugmyndin í upphafi hafi verið að gera botntroll sem væri léttara í drætti. Hann segir að þessi hönnun nái ekki eingöngu til trollanna heldur einnig pokanna sjálfra sem er besta leiðin til þess að losna við smáfisk. Við Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Hampiðjunni, höfum unnið að þróun fiskipoka sem er felldir á alveg einstakalega vel heppnaða Dyneema línu sem ber heitið DynIce Quickeline og er hún þróuð hjá Hampiðjunni.

Þessir pokar hvort sem þeir eru T90 eða úr hefðbundnu neti hafa reynst vel, þar sem fiskurinn kemur spriklandi úr pokanum  og sleppir út öllum  undirmáls fiski og öðrum tegundum  sem við nýtum ekki.

Hef fengið frjálsræði

Hermann byrjaði í netagerð 1977 og var kominn á togara 13 ára gamall hjá ÚA sem var kallaður gamli Harðbakur,ég held að hann hafi verið síðasti síðu gufutogari okkar Íslendinga. Hann tók við netaverkstæði ÚA þegar hann var 23 ára og hefur verið viðriðinn veiðarfæragerð nánast allan sinn starfsferil. Hann hefur verið hjá Fjarðaneti frá 2004.

„Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið ákveðið frjálsræði til þess að að hanna og gera alls kyns prófanir og góðir menn hafa stutt við bakið á mér alla tíð. Að vinna við veiðarfæri hefur ekki bara verið vinna hjá mér,því það hefur líka verið mikið áhugamál hjá mér alla tíð. Ég man að þegar ég byrjaði til sjós á þeima gamla þá fór ég strax að spyrja gömlu togarajaxlana hvaðan netið í trollin kæmi,þeir sögðu að þau kæmu frá Netaverkstæði ÚA. Ég fór að kanna málið og það má segja  að ég hafi bara ánetjast eins og fiskarnir gera stundum og hef síðan þá aldrei unnið við annað en fiskveiðar  og veiðarfæri.

Það sorglega við veiðarfæragerðina er hve fáir sækjast eftir því að mennta sig á þessu sviði. Ég veit ekki alveg hvað menn ætla að gera þegar enginn er eftir til þess að taka við þessu. Samt á að halda áfram að veiða fisk og vera bestir í öllu,“ segir Hermann sem leggur sitt af mörkum til að halda þessari grein á lofti með kennslu í veiðarfæragerð við Fisktækniskóla Íslands.

Hemmer eða Hummer

Árið 2006 gerði Hermann fyrsta módelið af Hemmer T90 trollinu og fór með það í tankinn í Hirtshals. Hann sá að það virkaði mjög vel. Heimkominn gerði hann troll í fullri stærð og samdi við Samherja og Hafrannsóknastofnun um prófanir á því. Það var myndað í bak og fyrir inni á Arnarfirði með neðansjávarmyndavél á rannsókarskipinu Árna Friðrikssyni og var ekki að sjá misfellu á trollinu. Það fór síðan fyrst á Akureyrina EA 10 sem var fyrsta skip Samherja og síðan hefur ekki verið litið til baka með T90 tæknina.

„Það var Guðmundur sem stakk upp á nafninu. Hann hafði séð glæsilegan Hummer herjeppa í borgaralegri útgáfu í  Smáralindinni  og kveikti strax á perunni. Hann skipti út u-inu fyrir e-ið og úr varð Hemmer.“

Í Hirtshals voru einnig  prófaðar tvær nýjar útfærslur af H-toppnum svokallaða sem er botntroll með hefðbundu neti og hefur reynst vel á mörgum togurum bæði hér heima og erlendis.. H-toppurinn er að hluta til úr nýju Dyneema neti frá Hampiðjunni sem ber heitir Advant,  Björg EA, nýjasti togari Samherja, var aflahæsti íslenski togarinn í október með 1.325 tonn í sjö róðrum og allan þann mánuð fiskaði hann með H-toppnum.