miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brennur Jónskvóti inni?

11. ágúst 2011 kl. 10:03

Skötuselur

Aðeins búið að veiða um 60% af skötusel 2

Allt stefnir í það að stór hluti af Jónsselnum svonefnda, skötusel 2, brenni inni þótt leyft verði að flytja 10% af heimildum milli ára. Í byrjun vikunnar var aðeins búið að veiða um 60% af skötusel 2, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Á þessu fiskveiðiári hefur ráðherrann leigt út 1.050 tonn af skötusel 2 miðað við slægt. Þessi skötuselskvóti gengur gjarnan undir nafninu Jónskvóti eða Jónsselur meðal sjómanna.

Leigugjaldið er 120 krónur á kíló og er þá miðað við óslægðan fisk. Útleigan í heild er í kringum 1.165 tonn af óslægðu sem gera um 140 milljónir í ríkiskassann. Þar af eru óveidd um 530 tonn óslægð að verðmæti 64 milljónir. Lítil von er til þess að óveiddur Jónskvóti veiðist allur á þeim rúmu þremur vikum sem eftir eru af fiskveiðiárinu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.