laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breskur sjávarútvegur fær 7,2 milljarða ISK í styrki á árunum 2007-2013 frá ESB

30. maí 2010 kl. 14:34

Breskur sjávarútvegur nýtur góðs af sérstökum styrktarsjóði á vegum ESB, European Fisheries Fund (EFF). Bretar hafa fengið og munu fá alls um 38 milljónir punda, 7,2 milljarða ISK, úr sjóðnum á árabilinu 2007-2013.

Veitt er úr sjóðnum reglulega misháum styrkjum til ýmissa framkvæmda. Fyrir nokkrum mánuðum fékk Grimsby til dæmis um 3 milljóna punda styrk, 560 milljónir ISK, til að byggja upp nýja aðstöðu til fiskvinnslu og til að nútímavæða fiskmarkaðinn.

Tilkynnt var um nýjustu styrkveitinguna nú í vikunni og stærsti einstaki styrkurinn þá nam rúmlega 422 þúsund pundum, um 80 milljónum ISK. Rann hann til fiskvinnslu í Newton Abbot, Devon, til að auka afköst við freðfiskvinnslu. Við það skapast 5 ný störf og jafnframt verður meira unnið af afla í heimahöfn en áður.

Heimild: www.fishupdate.com