mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bretland: Framboð af fiski eykst

5. maí 2010 kl. 12:30

Framboð á fiski á fiskmörkuðum í Bretlandi hefur aukist á ný í þessari viku eftir mjög dapurlegt ástand síðustu 10 dagana.

Framboð af stórum þorski er talið gott sem mun leiða til að verðið lækki lítillega en verð á smærri þorski er áfram tiltölulega hátt. Einnig var búist við töluverðu magni af ýsu á markaði í Hull og Grimsby í vikunni sem leiddi þá til einhverra verðlækkana.

Verð á ýsu er engu að síður mjög hátt en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir því að framboðið verði ekki nægilegt vegna veikingar breska pundsins. Aðrar þjóðir selja meira af ýsu til Bandaríkjanna en áður og eru Íslendingar nefndir sérstaklega í því sambandi. Fiskkaupmenn á Humber-svæðinu hafa af þessu verulegar áhyggjur. Því er jafnvel spáð að verð á ýsu getu náð þorskverði ef framboð af ýsu eykst ekki á næstunni.

Frá þessu er greint á fréttvefnum www.fishupdate.com