þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brexit: Hafsjór tækifæra

8. september 2016 kl. 14:19

Fiskibátur við Skotland.

Skoskir fiskimenn fagna Brexit og segja að Skotar geti orðið leiðandi í sjávarútvegi í heiminum

Forsvarsmenn í skoskum sjávarútvegi leggja áherslu á það að fiskveiðar verði eitt af grundvallarmálum í komandi samningaviðræðum ESB og Breta vegna Brexit, að því er fram kemur á vefnum fishupdate.com.

Samtök skoskra fiskimanna (SFF) hafa sett fram metnaðarfull markmið fyrir hönd fiskveiða eftir að hafa rætt við fulltrúa stjórnvalda, þeirra á meðal David Mundell, utanríkisráðherra Skota, og George Eustice sjávarútvegsráðherra Breta.

Bertie Armstrong, framkvæmdastjóri SFF, segir það augljóst frá sjónarhóli fiskveiða að kostirnir við úrsögn Breta úr ESB séu yfirgnæfandi fleiri en gallar. Haldi Bretar rétt á spöðunum í samningum við ESB eigi sjávarbyggðirnar eftir að blómstra.

 „Í stuttu máli sagt. Landið hefur þann möguleika að verða leiðandi í framleiðslu sjávarafurða og útflutningi þeirra. Við sjáum úrsögnina sem „hafsjó tækifæra“ sem við verðum að grípa,“ segir Bertie Armstrong.