föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breyting á skiptingu makrílkvóta

6. apríl 2011 kl. 10:39

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Aukið við kvóta línu- og handfærabáta og þeirra togskipa sem ekki frysta um borð.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um makrílveiðar. Þar er kvóti línu- og handfærabáta aukinn úr 2.000 tonnum í 2.500 tonn. Jafnframt eru aflaheimildir þeirra togskipa sem ekki frysta um borð auknar úr 6.000 tonnum í 7.000 tonn.

Þau 1.500 tonn sem þessir skipaflokkar fá til viðbótar eru tekin af frystitogurum sem eftir breytinguna fá samtals 33.325 tonn.