mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytingar til hins verra

1. febrúar 2013 kl. 09:52

Friðrik J. Arngrímsson

Segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ um nýtt fiskveiðistjórnarfrumvarp sem lagt var fram í gær

„Flestar breytingarnar sem gerðar hafa verið frá frumvarpinu sem var lagt fram í fyrra eru til hins verra fyrir útgerðina,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í viðtali við Morgunblaðið, um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra lagði fram í gær.
„Þetta er í grundvallaratriðum sama frumvarpið sem mun veikja íslenskan sjávarútveg og draga úr hagkvæmni hans. Það á að skerða aflaheimildir enn meira en áður. Áfram er gert ráð fyrir að þorskur verði skertur um 9,5% og meira þegar heildaraflamark nær 240.000 tonnum. Þá verða 50% tekin til viðbótar. Enn er gert ráð fyrir að taka 9,8% af steinbít, 6,9% af ýsu og 7,2% af ufsa. Við mótmælum því harðlega að þessar fjórar tegundir séu skertar meira en aðrar. Lagt er til að skerða allar aðrar tegundir um 7%. Þetta eru allt of miklar skerðingar,“ sagði Friðrik.
Sjá nánar
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/01/breytingar_til_hins_verra/