föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytt framkvæmd við útflutning á óvigtuðum fiski

30. janúar 2009 kl. 14:51

tekur gildi 1. febrúar

Í desember var samþykkt á Alþingi breyting á lögum nr. 57/1996 um umgengni nytjastofna sjávar. Breytingin felur meðal annars í sér að allur óvigtaður afli sem ætlaður er til útflutnings skuli boðinn upp hér á landi áður en aflinn er færður í flutningsfar eða skip sem siglir með afla leggur af stað af miðum. Breytingin tekur gildi á sunnudag, 1. febrúar 2009, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Útflytjendur tilkynna eftir sem áður sömu upplýsingar á sömu tímafrestum á vefsíðu Fiskistofu. Upplýsingar flytjast svo þaðan yfir til Fjölnets fiskmarkaðanna þar sem nánari uppboðslýsingar, þegar þær liggja fyrir, ásamt lágmarksverði sem ætlast er til fyrir aflann, eru skráðar inn. Nánari útfærsla á þessu er í höndum fiskmarkaðanna. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið vinnur að birtingu reglugerðar til stuðnings lagabreytingarinnar og verður hún birt á vef Fiskistofu um leið og hún liggur fyrir.

Lögin má sjáHÉR