fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brottkast 2011 aldrei minna frá því mælingar hófust

22. nóvember 2012 kl. 10:38

Brottkast ýsu og þorsks var 0,04% af lönduðum afla 2011

Á síðasta ári var svokallað lengdarháð brottkast á þorski og ýsu hverfandi og það minnsta frá því mælingar hófust 2001, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Brottkast á þorski var í lágmarki á árinu 2011 hvort sem um er að ræða veiðar á línu, í net eða botnvörpu. Sömuleiðis var brottkast á ýsu í lágmarki.

Brottkast þorsks árið 2011 var í heild 0,04% og er það minnsta brottkast sem mælst hefur tímabilið 2001 til 2011.Brottkast ýsu var einnig mjög lítið eða 0,04% og hefur ekki mælst minna á umræddu tímabili.

Þessar upplýsingar koma fram í árlegri skýrslu um brottkast á Íslandsmiðum en aðalhöfundur hennar er Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.