þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bryggjuveiði á makríl í Garðinum

29. júní 2015 kl. 09:29

Makrílveiðar á bryggjunni í Garðinum í gærkvöldi. (Mynd af vef LS)

Handagangur í öskjunni í Garðinum í gærkvöldi.

Það var aldeilis hamagangur á bryggjunni í Garði í gærkvöldi.  Makríllinn mættur og vel tekið á móti honum.  Fjölmenni á bryggjunni og veiði mjög góð.  

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Að sögn aðila á staðnum sem hefur reynslu í bryggjuveiðum á makríl er hann stærri nú en í fyrra. Það kemur heim og saman við fréttir frá uppsjávarskipunum sem nú eru farin að reyna fyrir sér í Grindavíkurdýpi.