mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Búið að grafa fimmtán þúsund tonn af síld

26. febrúar 2013 kl. 18:06

Hreinsun í Kolgrafarfirði. (Mynd af vef atvinnuvegaráðuneytisins)

Umfang grútar hefur minnkað töluvert.

Fyrsta áfanga hreinsunaraðgerða í Kolgrafafirði er nú að mestu lokið og verður framhald aðgerða endurmetið í ljósi aðstæðna. Búið er grafa allt að 15.000 tonn af síldarúrgangi í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og fara með um 1000 tonn af grút til urðunar í Fíflholtum.

Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að mikill munur sé á fjörunni við Eiði eftir þetta hreinsunarátak; sýnileg síld sé nú hverfandi og umfang grútar hafi minnkað töluvert. Þá er gert ráð fyrir að átakið dragi úr lyktarmengun þegar fram líða stundir. Hins vegar er ljóst að verulegt magn grútar er enn í fjörum og úti á firðinum og er nauðsynlegt að fylgjast vel með afdrifum hans í framhaldinu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun munu nú næstu daga meta árangurinn af aðgerðum til þessa og skoða þörf og leiðir varðandi næstu skref í hreinsun, í samvinnu við sveitarfélagið, landeigendur og fleiri